Betra flæði í matsal

Nemendur setja kjötbollur á disk

Nýlega var annarri afgreiðslulínu bætt við í matasalinn og unnið er að uppsetningu á betri vatnskrönum þar sem nemendur geta auðveldlega fyllt á vatnsbrúsa. 

 

Nýja afgreiðslulína hefur stytt raðir í matsalnum mjög og má segja að nú þurfi nemendur og starfsfólk ekki að bíða lengur en 3-4 mínútur í röð. Þetta er mikil framför og mikillar ánægju með þetta nýja fyrirkomulag gætt meðal nemenda. 

 

Nemendur sækja mat í tvöfaldri matarröð

Í Hagaskóla eru rétt um 700 manns í mat og það er því mikilvægt að afgreiðslan gangi hratt og vel fyrir sig. 

Að auki er nú unnið að því að setja upp nýja vatnshana fyrir nemendur. Með tilkomu þeirra munu nemendur eiga auðveldara með að fylla á vatnsbrúsana sína.