Fyrstu hlaðvörpin verða til

Nemendur hafa nú aðgang að vel búnu hlaðvarps stúdíói á bókasafni skólans.
Þegar nemendur vinna í hópum og gera kynningar er stundum í boði að skila verkefninu sem hljóðupptöku. Til þess að auðvelda nemendum þess háttar skapandi verkefnaskil er búið að útbúa lítið hljóðver inn af bókasafninu þar sem nemendur geta nú tekið upp hlaðvarp fyrir allt að fjóra þátttakendur.
Það er gaman að fylgjast með nemendum taka sín fyrstu skref í hlaðvarpsgerð og hver veit nema þau eigi eftir að ryðjast inn á hinn sívaxandi hlaðvarpsmarkað á næstu misserum með umfjöllunum um rússnesku byltinguna, líffræðilegan fjölbreytileika eða bókmenntarýni.