Gleðilegt nýtt ár

Árið 2025 skreyting

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá, föstudaginn 3. janúar. 

Gleðilegt nýtt ár

Starfsfólk Hagaskóla óskar ykkur gleðilegs nýs árs. Við þökkum ykkur fyrir gott samstarf á liðnum árum og bindum vonir við að 2025 verði gæfuríkt. 

Framundan er spennandi og skemmtileg vorönn. Nýr söngleikur verður frumsýndur, áframhaldandi innleiðing á leiðsagnarnámi og fjölmargir skemmtilegir viðburðir í bland við hefðbundið skólastarf. 

Athugið að svolitlar breytingar hafa verið gerðar á stundaskrám sem eru aðgengilegar í Mentor. Skoðið stundatöflurnar vel. 

Fyrir þau okkar sem vilja skipuleggja vorönnina vel er skóladagatalið aðgengilegt hér