Gleðivika í Hagaskóla
Vikuna 20.-24. janúar er fjölbreytileikanum fagnað í Hagaskóla
Gleðivika í Hagaskóla
Í þessari viku eru gleðidagar en með þeim viljum við beina athygli að hinsegin -og fjölbreytileika í nemendahópnum á jákvæðan hátt.
Með gleðidögum viljum við auka gleði og útrýma mismunun, hatursorðræðu og fordómum í menningu skólans.
Við hvetjum allt starfsfólk að taka þátt með því að klæðast eða skreyta sig með litum daganna.
Uppbrot verður í frímínútum alla dagana en á mánudag og miðvikudag biðjum við kennara að hleypa nemendum fyrr úr fyrsta tíma.
Mánudagur er rauður dagur – nemendur mæta í samsöng kl.9.50
- Þriðjudagur er gulur dagur – hinsegin sjoppa
- Miðvikudagur er grænn dagur – nemendur verða sóttir í stofur frá kl.9.45 og allir dansa conga
- Fimmtudagur er blár dagur – hinsegin sjoppa
- Föstudagur fjólublár dagur – Páll Óskar tekur lagið