Gott mál var frábært mál!

Góðgerðardagurinn Gott mál í Hagaskóla fór fram í 13. sinn í gær, 7. maí. Óhætt er að segja að viðburðurinn hafi gengið vonum fram.
Mikill fjöldi fólks streymdi að og naut þess sem nemendur höfðu upp á að bjóða. Fjölbreytt úrval veitinga, happadrætti, andlistmálning, draugahús, reif, lifandi tónlist, leikir og hársnyrting var á meðal þess sem nemendur höfðu undirbúið síðustu daga og seldu af miklum móð.
Í salnum var boðið upp á fjölbreytt tónlistaratriði og kaffihús þar sem hægt var að tylla sér niður.

Nemendur hafa unnið að undirbúningi dagsins í nokkrar vikur, útvegað allt sem til þarf til þess að láta þetta verða að veruleika og skipuleggja viðburðinn. Óhætt er að segja að fjölbreyttir hæfileikar nemenda fái að njóta sín á svona degi.




Ágóðinn af söfnun dagsins mun svo renna til stúlkna í Afganistan og Kvennaathvarfsins og verður söfnunarféð afhent á næstu vikum.
Við þökkum öllum sem lögðu leið sína í skólann á þessum skemmtilega degi!