Hvers virði er líðan mín - nemendur sýna á Þjóðminjasafninu

Nemendur í 8. bekk í Hagaskóla taka þátt í Barnamenningarhátíð með sýningunni Hvers virði er líðan mín? sem opnuð var í Þjóðminjasafni Íslands þriðjudaginn 8. apríl.
Sýningin er samstarfsverkefni Barnamenningarhátíðar og nemenda í 8. bekk í textíl og sjónlistum. Nemendur unnu með tilfinningar og líðan og kynntu sér aðferðir í verkum listakonunnar Söru Vilbergs til þess að túlka þær. Afraksturinn er til sýnis í Þjónminjasafninu til 30. apríl.
Sjá frétt um sýninguna á vef Þjóðminjasafnsins: https://www.thjodminjasafn.is/syningar/hvers-virdi-er-lidan-min-syning-hagaskola-a-barnamenningarhatid.