Innramatsskýrsla komin á vefinn

Í Hagaskóla er virkt innra mat unnið samkvæmt áætlun. Matsþættir eru fyrst og fremst ytri og innri mælingar, mat á kennslustundum og afrakstur rýnihópaumræðna. Viðfangsefni rýnihópaumræðna á síðasta skólaári voru tveir þættir í gæðaviðmiðum MMS sem eru Faglegt samstarf og samræða og Umbætur og innleiðing breytinga.
Hluti matsins gengur út á að stjórnendur sitja kennslustundir hjá öllum kennurum og eiga samtal við kennara um nám og kennslu. Meðal styrkleikaþátta sem komu mjög skýrt í ljós í þessu mati voru að nemendur voru mjög virkir í sínu námi og samband kennara og nemenda mjög gott. Meðal umbótaþátta sem unnið er nú að er að gera námsmarkmið og árangursviðmið sýnilegri fyrir nemendur og foreldra.
Matsskýrslan samanstendur af umsjöllun um matið, samantekt niðurstaðna og umbótaáætlunar. Reynsla okkar er sú að virkt innramat er gefur ekki aðeins góðar upplýsingar um skólastarfið heldur er einnig mjög góður grunnur að faglegu samstarfi og faglegri umræðu í skólanum. Hægt er að finna skýrsluna með því að fara á Skólinn og fletta niður að +Innra mat-skýrsla eða smella á hlekkin hér að neðan.