Jólakveðja frá Hagaskóla
Stærðfræði jólakort
Núna síðustu vikuna fyrir jól unnu nemendur í 10. bekk verkefni í stærðfræði sem gekk út á að búa til jólakort sem þurfti að uppfylla ýmsar stærðfræðilegar forsendur. Meðal fyrirmælavar að öll kortin þurftu að innihalda hring með 2,0 eða 4,5 cm þvermáli, tvo þríhyrninga sem uppfylla ákveðin skilyrði, sívalning og margt fleira auk þess að vera jólalegt og segja einhverja sögu. Þegar nemendur voru að klára kortin og leggja lokahönd á skýrslu sem þurfti að fylgja með datt hópnum í hug að það væri illa farið með falleg kort og mikla vinnu að geyma þau bara í möppum nemenda. Því var ákveðið að setjast saman í morgun með piparkökur og skrifa jóla- og kærleikskveðjur í kortin til nágranna skólans sem síðan var farið með í hús af handahófi núna um hádegið. Vonandi hefur nágrönnum okkar þótt vænt um að fá jólakveðju frá nemendum í Hagaskóla. Nemendur og starfsfólk í Hagaskóla óskar öllum gleðilegra jóla!
Föstudagurinn 19. desember er síðasti kennsludagurinn í Hagaskóla fyrir jól. Kennsla hefst aftur eftir jólafrí samkvæmt stundaskrá.
Nemendur arka af stað með jóla- og kærleikskortin.