Skólasetning og upphaf skólaárs í Hagaskóla

Skólasetning í Hagaskóla
Skólasetning verður föstudaginn 22. ágúst. Í Hagaskóla er skólasetningardagurinn fullur skóladagur þannig að nemendur fara til umsjónarkennara eftir skólasetningu og verða í skólanum til kl. 13:00. Matur verður í hádeginu.
Nemendur mæta á sal í skólasetningu sem hér segir:
- 8. bekkur kl. 9:00
- 9. bekkur kl. 9:30
- 10. bekkur kl. 10:00
Því miður höfum við vegna plássleysis ekki getað boðið foreldrum á skólasetningu en alltaf er nokkuð um að foreldrar 8. bekkinga fylgi sínum börnum og það gengur vel en þið gætuð þurft að standa í salnum. Nemendur fá stundaskrár á skólasetningardaginn.
Nemendur í 9. og 10. bekk sem voru nemendur í Hagaskóla á síðasta skólaári eru sjálfkrafa skráðir í gjaldfrjálsar skólamáltíðir. Foreldrar þurfa hins vegar að skrá börnin sín sem eru að koma í 8. bekk eða eru nýir nemendur í Hagaskóla. Það gera foreldrar í gegnum Völu-skólamat (https://vala.is/). Mig langar til að byðja foreldra um að gera þetta sem allra fyrst þar sem við verðum með aðkeyptan mat meðan við erum að leita að kokki og mikilvægt að við fáum allar upplýsingar um ofnæmi, óþol eða val um grænmetisfæði.