Söfnunarfé frá Góðu máli afhent

Starfsfólk og nemendur Hagaskóla afhenda ávísanir á söfnunarfé

Kvennaathvarfið og AFGA fengu í dag afhent það fé sem safnaðist á Góðu máli í síðustu viku, samtals 3.600.000.- 

Það hefur skapast hefð fyrir því undanfarin ár að nemendur velji eitt innlent málefni og eitt erlent til að styrkja. Í ár völdu nemendur að styrkja annars vegar Kvennaathvarfið og aðstöðu fyrir unglinga í nýju húsnæði þeirra. Hins vegar völdu þau samtökin AFGA sem meðal annars starfrækja unmennahús í Afganistan sem veitir unglingum fjölþætta aðstoð. 

Heildarupphæðin sem safnaðist er 3.600.000 sem skiptist jafnt á milli þessara samtaka. 

Ómar Örn skólastjóri ávarpar nemendur við afhendinguna
Ómar Örn, skólastjóri, ávarpar nemendur við afhendinguna. 

Í stuttu ávarpi nefndi Ómar Örn, skólastjóri, að þó svo að upphæð söfnunarfjárins væri mikilvæg fyrir þessa aðila, mætti ekki gleyma að tilgangur verkefnisins er líka að nemendur finni á eigin skinni hversu mikilvægt það er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og finna að góðverk geta breytt lífi annarra til góðs. 

Skólastjóri og nemandi halda ávísunum með söfnunarfé fyrir framan nemendur

Þetta var gleðileg stund sem nemendur áttu í morgun og við vonum að féð sem nú hefur verið afhent verði til góðs fyrir ungt fólk.