Þrír nemendur í Hagaskóla verðlaunaðir í Fernuflugi
Þrír nemendur í Hagaskóla verðlaunaðir í Fernuflugi
Mjólkursamsalan hefur í rúm 30 ár beitt sér fyrir eflingu móðurmálsins og hefur textasamkeppnin Fernuflug verið eitt af sýnilegustu verkefnum þeirra undanfarin ár..
Í haustbyrjun var kallað eftir textum frá nemendum í 8.-10. bekk til að birta á mjólkurfernum MS í upphafi árs 2026. Yfir 1.200 textar bárust í keppnina frá nemendum um allt land og af þeim voru 48 valdir til birtingar á mjólkurfernum. Þrír nemendur í Hagaskóla voru verðlaunaðir fyrir sína texta en það eru þau Aron Elí Arnarsson, Eldey Häsler Þráinsdóttir og Andrés Illugi Gunnarsson Cortes. Veitt voru peningaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og hafnaði Aron Elí í fyrsta sæti.
- 1. verðlaun - Aron Elí Arnarsson nemandi í 10. bekk við Hagaskóla í Reykjavík.
- 2. verðlaun - Gabríel Leví Hermanns. Oberman nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Vestmannaeyja, Barnaskóla.
- 3. verðlaun - Alexandra Tinna Nilsen Ómarsdóttir nemandi í 8. bekk við Lækjarskóla Hafnarfirði.
- Sérstök aukaverðlaun - Anton Þór Ragnarsson nemandi í 10. bekk við NÚ.
- Sérstök aukaverðlaun - Diljá Fannberg Þórsdóttir nemandi í 10. bekk við Grunnskóla Snæfellsbæjar Lýsudeild.
Við óskum okkar fólki til hamingju með árangurinn og hlökkum til að lesa textana á nýju ári.
Heildarúrslit og verðlaunatexta ársins má annars finna á vefsíðu verkefnisins:
https://www.ms.is/fernuflug