Viðtalsdagar og frammistöðumat

Framundan eru viðtalsdagar 28. og 29. janúar. Í aðdraganda þeirra vinna nemendur og kennarar frammistöðumat sem verður grundvöllur viðtalanna.
Viðtalsdagar og frammistöðumat
Viðtalsdagar eru í Hagaskóla eftir hádegi 28. janúar og allan daginn þann 29. janúar.
Opnað hefur verið fyrir skráningu foreldra í viðtöl. Þið skráið ykkur í gegnum Mentor (https://www.infomentor.is/), bláa flísin - Foreldraviðtöl.
Fyrir viðtölin vinna nemendur og kennarar frammistöðumat sem verður grunnurinn að samtali um stöðu nemenda.
Nemendur vinna frammistöðumatið með umsjónarkennurum í næstu viku. Mat kennara verður sýnilegt nemendum og foreldrum eftir hádegi föstudaginn 24. janúar.
Til að skoða frammistöðumatið smellið þið á flísina Fjölskylduvefur í Mentor en best er að skoða það í tölvu. Við hvetjum foreldra til að skoða matið með börnum sínum fyrir viðtalsdaginn. Það er góður undirbúningur fyrir viðtalið.