Námsráðgjöf í Hagaskóla
Hlutverk námsráðgjafa er að vera talsmenn nemenda í skólanum, standa vörð um velferð nemenda og leita lausna í málum þeirra. Námsráðgjafar er bundnir þagnarskyldu um einkamál nemenda, að undanskyldum ákvæðum í lögum um barnavernd nr. 80/2002. Öllum nemendum og foreldrum stendur til boða að leita til námsráðgjafa.
Í Hagaskóla starfar náms- og starfsráðgjafi sem nemendur geta leitað til með málefni sem liggja þeim á hjarta. Námsráðgjöfin er þjónusta fyrir nemendur skólans og er fyllsta trúnaðar gætt.
Foreldrar geta einnig leitað til náms- og starfsráðgjafa hafi þeir óskir eða upplýsingar sem þeir vilja koma á framfæri.
Náms- og starfsráðgjafi Hagaskóla er Margrét Rósa Haraldsdóttir.
Helstu hlutverk náms-og starfsráðgjafa eru:
- Persónulegur og félagslegur stuðningur við nemendur
- Ráðgjöf og aðstoð í eineltis- og forvarnarmálum
- Móttaka nýrra nemenda
Nemendur geta leitað til námsráðgjafa með málefni sem tengjast:
• náms- og starfsvali
• námstækni
• vinnubrögðum
• skipulagningu
• einbeitingu
• námserfiðleikum
• prófkvíða
Nemendur geta líka leitað til náms- og starfsráðgjafa með persónuleg málefni t.d. ef:
• þeim líður illa í skólanum eða heima
• þeir eru einmana
• þeim er strítt
• þeir verða fyrir einelti
• þeir finna fyrir kvíða eða depurð
• þeir eiga í erfiðleikum með samskipti við fjölskylduna, kennarana eða bekkjarfélagana