Fimm nemendur úr Hagaskóla verðlaunaðir fyrir frábæran árangur í stærðfræðikeppni MR

Verðlaunahafar í 10. bekk

Fimm nemendur úr Hagaskóla verðlaunaðir fyrir frábæran árangur í stærðfræðikeppni MR

Þriðjudaginn 11. mars síðastliðinn fóru 69 Hagskælingar í MR til að taka þátt í stærðfræðikeppni MR fyrir grunnskólanema. Úr 8. bekk tóku 28 nemendur Hagaskóla þátt, 19 úr 9. bekk og í 22 úr 10. bekk.

Alls náðu 5 nemendur Hagaskóla að vera meðal 10 stigahæstu í sínum árgangi og fengu boð á hátíðlega verðlaunaathöfn í MR sem fram fór þann 30. mars. Hátíðarsalurinn var troðfullur af nemendum og foreldrum þeirra. Flutt var tónlistaratriði og Sólveig G. Hannesdóttir, rektor og fyrrverandi foreldri í Hagaskóla, kynnti skólann og sögu hans. Þá las Einar Guðfinnsson, fagstjóri í stærðfræði, upp niðurstöður keppninnar og afhenti verðlaun. 

Nemendur sem tóku þátt fá öll blað með sínum niðurstöðum og geta nálgast það hjá stærðfræðikennara sínum.

Úr Hagaskóla voru eftirtaldir nemendur meðal 10 efstu í sínum árgangi:

  • 8. bekkur - Eyþór Orri Björnsson í 8. EÁ var jafn í 2. sæti.
  • 9. bekkur - Steinn Atlason í 9. ET var jafn í 2. sæti.
  • 10. bekkur - Hildur Óskarsdóttir í 10. AHO og Tryggvi Kristinn Sveinbjörnsson í 10. AÞH voru jöfn í 9. sæti og Jannika Jónsdóttir í 10. GS hafnaði í 3. sæti.

Steinn, Tryggvi og Jannika voru mætt í annað skipti meðal efstu 10 í sínum árgangi og var það nefnt sérstaklega á athöfninni.