Hagaskóli Reykjavíkurmeistari í skák

Hagaskóli varð í gærkvöldi Reykjavíkurmeistari 8.-10. bekkjar í skák eftir æsispennandi baráttu við Réttarholtsskóla.
Það er alltaf gaman að sigra en það er ekki síður ánægjulegt að sjá krakka taka þátt í taflmóti í fyrsta skipti. Þar gilda ákveðnar reglur eins og að heilsa andstæðingi í upphafi skákar með handabandi og gera slíkt hið sama að skák lokinni. Þú þarft að sýna andstæðingnum virðingu, ekki má skipta sér af öðrum skákum og heldur ekki vera með háreysti. Það var pínulítið erfitt í fyrstu fyrir suma en öll slípuðust þau til þegar leið á mótið.
Þó svo að A-liðið okkar hafi fengið gullpening eru allir krakkarnir sigurvegarar og við erum stolt af þessu frábæra unga fólki.
