Nemendur plokka

Nemendur tína rusl

Eitt af vorverkefnum nemenda í Hagaskóla er að hugsa um umhverfi skólans. Við höfum nú nýtt vorveðrið og farið um hverfið með poka í hönd og tínt rusl. 

Stóri plokkdagurinn var síðastliðinn sunnudag og í framhaldi af honum hafa nemendur skólans farið víða um hverfið og tínt rusl. 

Eitt af markmiðum þessa er að gera umhverfi skólans huggulegt fyrir Gott mál, góðgerðardaginn okkar, sem haldinn verður kl. 16-19, miðvikudaginn 7. maí. Eins finnst okkur mikilvægt að nemendur séu meðvitaðir um það hversu mikið rusl fellur til á víðavangi og að með góðri umgengni er hægt að draga úr rusli á víðavangi.