Opið fyrir val fyrir næsta skólaár

Val fyrir næsta skólaár

Hlekkir í valgreinabæklinga eru hér að neðan en nemendur velja í gegnum Google Classroom

Opið fyrir val fyrir næsta skólaár

Nemendur í 8. og 9. bekk velja valgreinar fyrir næsta skólaár frá fimmtudeginum 15. maí til fimmtudagsins 22. maí. Valgreinakynning verður fyrir nemendur fimmtudaginn 15. maí kl. 8:30-9:00 áður en fyrsta kennslustund hefst. Valgreinalýsingar eru aðgengilegar hér fyrir nemendur í verðandi 9. bekk og hér fyrir nemendur í verðandi 10. bekk en kennarar munu setja inn slóð að valgreinaforminu í Google Classroom. Auk þess fá nemendur slóðina senda í tölvupósti á @gskolar.is netfangið sitt. Nemendur hafa tíma til 22. maí til að ljúka við valið og athugið að EKKI gildir fyrstur kemur - fyrstur fær.