Innra mat á skólastarfi í Hagaskóla
Í Hagaskóla er virkt innra mat. Markmið með innra mati skólans er að bæta árangur og gæði skólastarfsins en unnið er út frá útgefnum gæðaviðmiðum um skólastarf, menntastefnu Reykjavíkurborgar og áherslum skólans. Allt starfsfólk tekur þátt í innra mati skólans en fagteymi skólans leiðir matið, heldur utan um skipulagningu og framkvæmd þess, rýnir í niðurstöður og setur fram umbótaáætlun.
Skýrslur og áætlanir
Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir innra mati Hagaskóla. Helstu niðurstöður eru settar fram þar sem lögð er áhersla á að fjalla um þætti sem best komu út og þá þætti sem þarfnast umbóta. Unnið er með umbótaþætti áfram í umbótaáætlun.