Kennsluhættir í Hagaskóla
Hagaskóli hefur unnið með markvissum hætti að framþróun kennsluhátta um árabil. Í skólastefnunni stendur meðal annars um kennsluhætti:
- Í Hagaskóla afla nemendur sér þekkingar og leikni og temja sér vinnubrögð sem stuðla að stöðugri viðleitni til menntunar og þroska.
- Skólastarfið leggur grunn að sjálfstæðri hugsun nemenda og þjálfar hæfni þeirra til samstarfs við aðra.
- Skólabragurinn stuðlar að því að nemendur tileinki sér gott siðgæði, sýni virðingu og vinnusemi.
Kennsluhættir og námsmat
- Lögð er áhersla á að hver nemandi njóti alhliða menntunar við sitt hæfi og fái hvatningu til náms í samræmi við þroska sinn og áhuga.
- Lögð er áhersla á að þróa fjölbreytta kennsluhætti og námsmat.
- Mótuð sé stefna sem miði að því að námsframvinda hvers nemanda sé í samræmi við getu hans og þroska.
Leiðsagnarnám
Í Hagaskóla höfum við trú á því að allir nemendur geti náð árangri. Unnið er að innleiðingu leiðsagnarnáms og markmið þeirrar innleiðingar eru meðal annars að:
- efla námsvitund nemenda
- auka seiglu nemenda í námi
- gera námsmarkmið og viðmið um árangur sýnilegri
Hugsandi kennslurými
Stærfræðikennsla í Hagaskóla byggð á kennslfræði hugsandi kennslurýma. Í því felsts að nemendur vinna mikið að þrautalausnum í samstarfi og samtali.
Markmiðið með hugsandi kennslurýmum er að efla sjálfstæða vinnu nemenda, hæfni þeirra í þrautalausnum, draga úr óþarfa ótta við að gera mistök.
Það sem einkennir vinnu nemenda í hugsandi kennslurými er
- vitsmunalegar áskoranir í stærðfræði við hæfi
- tilviljanakenndir hópar nemenda vinna saman
- nemendur reikna á töflur eða veggi en ekki í bók
Hlutverk kennara fer frá því að leggja inn útskýringar í að vega og meta niðurstöður verkefnavinnu með nemendum, finna nýjar áskoranir í samræmi við stöðu nemenda og hvetja til vaxandi hugarfars í stærðfræði.