Skólaráð Hagaskóla
Skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Samkvæmt 8. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 skal starfa skólaráð við hvern grunnskóla.
Hlutverk skólaráðs
Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Ráðið skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess.
Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Í starfsáætlun eru fjórir fastir á fundir skólaráðs en að auki er ráðið kallað saman ef upp koma mál sem nauðsynlegt þykir að bera undir það og fjalla um.
Skólaráð Hagaskóla 2022-2023
Skólastjóri:
Fulltrúar nemenda:
- Pétur Þór Marinósson 9. ET
- Rakel Hrönn Þormar 9. HÁR
Fulltrúar foreldra:
Fulltrúi grenndarsamfélagsins:
- Brynja Helgadóttir, forstöðumaður Frosta (leyfi)
- Yrsa Ósk Finnbogadóttir, varamaður