Foreldrastarf í Hagaskóla
Markvisst er unnið að því að auka samráð við foreldra og styrkja aðkomu þeirra að skólastarfi. Í hverjum skóla er starfrækt foreldrafélag, foreldraráð eða skólaráð.
Foreldrafélag Hagaskóla
Í Hagaskóla er starfandi foreldrafélag líkt og grunnskólalög segja til um. Stjórn foreldrafélagsins er jafnan kosin á aðalfundi þess í upphafi skólaársins. Stjórn foreldrafélagsins sér meðal annars um að velja fulltrúa í skólaráð. Foreldrafélagið hefur margvíslegt hlutverk til dæmis að bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra í skólanum, undirbúa vorferð 10. bekkjar og fleira.
Ábyrgð og reglur
Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun foreldrafélags og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla.
Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.
Stjórn foreldrafélags Hagaskóla fundar reglulega í skólanum.
Foreldrafélagið hefur ekki skipulagða verkefnaskrá yfir skólaárið en meðal þeirra verkefna sem félagið tekur að sér er skipulag og framkvæmd foreldrarölts, skipulag og framkvæmd vorferðar 10. bekkjar og ýmis önnur verkefni.
Markmið:
- að styðja við skólastarfið
- stuðla að velferð nemenda skólans
- efla tengsl heimilis og skóla
- hvetja til virkrar þátttöku forráðamanna í skólastarfi
- hagsmunagæsla, aðhald og eftirlit með skólastarfinu
Stjórn foreldrafélagsins gerir sér verkefnaskrá fyrir hvert ár og er hún birt á heimasíðu skólans þegar hún er tilbúin. Nöfn og netföng verða færð inn eftir aðalfund foreldrafélagsins í haust.
Heimili og skóli hafa gefið út handbækur fyrir fulltrúa foreldra á öllum skólastigum. Í þeim er lýst starfi foreldrafélaga og foreldra- og skólaráða.
Stjórn foreldrafélags Hagaskóla 2024-2025
- Vífill Harðarson (10. bekkur), formaður – vifill@juris.is ; sími 7707045
- Árni Björn Helgason (8. bekkur), gjaldkeri – arni@cai.is
- Heiðrún Arna Friðriksdóttir (9. bekkur), ritari - heidrunarnaf@gmail.com
- Aðalheiður Sveinsdóttir (8. bekkur) - allysantos@gmail.com
- Ásta Hafþórsdóttir (8. bekkur) - astahaf@gmail.com
- Ína Dögg Eyþórsdóttir (10. og 8. bekkur) - inadogg@gmail.com
- Kristian Anoré Gallis (9. bekkur) - ka@gallis.org
- Marteinn Þórsson (8. bekkur) - mthorsson@gmail.com
- Sesselja Ólafsdóttir (10. bekkur) - sesselja.olafsdottir@gmail.com